Niðurstöður upplýsingaöflunar menntamálaráðuneytisins um starfsemi foreldraráða og reynslu þeirra. Foreldraráð eru starfrækt í 94% þeirra grunnskóla sem svöruðu könnun ráðuneytisins.
Í byrjun árs 2004 óskaði Heimili og skóli eftir því að menntamálaráðuneytið gerði úttekt á stöðu og virkni foreldraráða við grunnskóla landsins. Ráðuneytið gerði könnun meðal skólastjóra árið 1996 um stofnun og starfsemi foreldraráða. Í ljósi ábendinga frá samtökunum og að tíu ár eru frá því að ákvæði um foreldraráð tók gildi í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 þótti tímabært að kanna aftur reynsluna af starfsemi þeirra.
Tilgangur upplýsingaöflunar um foreldraráð var að kanna starfsemi foreldraráða og reynsluna af þeim. Jafnframt að fá fram viðhorf skólastjóra og formanna foreldraráða til þess lagaákvæðis sem nú gildir um starfsemi foreldraráða og hvort breytinga sé þörf.
Sjá vef menntamálaráðuneytis. Í ritinu Foreldraráð í grunnskólum skólaárið 2004-2005 er að finna úttekt á stöðu og virkni foreldraráða við grunnskóla landsins.
Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.