Fara í efni
24.06.2022 Fréttir

Flutningur bæjarskrifstofanna í gamla Ráðhúsið

Miðvikudaginn 29. júní nk., verður starfsemi bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, stjórnsýslu- og fjármálasvið, flutt úr húsnæði 2. hæðar að Bárustíg 15, í Ráðhúsið við Ráðhúströð. 

Deildu

Meðan á flutningum stendur má búast við röskun á þjónustu bæjarskrifstofanna sem vonir eru bundnar við að vari aðeins þennan dag og fram að hádegi á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði komin í rétt horf eftir hádegi, fimmtudaginn 30. júní.

Starfsfólk bæjarskrifstofanna hlakkar til að taka á móti viðskiptavinum bæjarskrifstofanna í nýrri aðstöðu Ráðhússins.