Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið um helgina eða fljótlega eftir helgi og þá verði hægt að opna húsið fyrir viðskiptavinum bæjarskrifstofanna. Þeir sem þurfa nauðsynlega að ná í starfsfólk stjórnsýslu- og fjármálasviðs, áður en Ráðhúsið opnar fyrir viðskiptavini, eru beðnir um að hringja í síma 488 2000 eða senda tölvupóst á starfsfólk sviðsins. Einnig er tekið á móti viðskiptavinum á umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5 (sama hús og Vestmannaeyjahöfn er staðsett í) og erindum fólks beint í réttan farveg.
30.06.2022
Flutningur bæjarskrifstofa og starfsemi meðan á framkvæmdum stendur
Stjórnsýslu- og fjármálasvið (bæjarskrifstofan) hefur flutt af Bárustíg 15 í Ráðhúsið. Þar sem framkvæmdir standa enn yfir á aðalhæð Ráðhússins er ekki hægt að taka á móti viðskiptavinum.
