Fara í efni
30.06.2022 Fréttir

Flutningur bæjarskrifstofa og starfsemi meðan á framkvæmdum stendur

Stjórnsýslu- og fjármálasvið (bæjarskrifstofan) hefur flutt af Bárustíg 15 í Ráðhúsið. Þar sem framkvæmdir standa enn yfir á aðalhæð Ráðhússins er ekki hægt að taka á móti viðskiptavinum.

Deildu

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið um helgina eða fljótlega eftir helgi og þá verði hægt að opna húsið fyrir viðskiptavinum bæjarskrifstofanna. Þeir sem þurfa nauðsynlega að ná í starfsfólk stjórnsýslu- og fjármálasviðs, áður en Ráðhúsið opnar fyrir viðskiptavini, eru beðnir um að hringja í síma 488 2000 eða senda tölvupóst á starfsfólk sviðsins. Einnig er tekið á móti viðskiptavinum á umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5 (sama hús og Vestmannaeyjahöfn er staðsett í) og erindum fólks beint í réttan farveg.