Með því verður flogið þrjá daga í viku, þ.e. mánudaga, þriðjudaga og föstudaga. Áætlunarflug sem starfrækt er til Vestmannaeyja er covidstyrkt aðgerð og gilda um það aðrar reglur en ef verið væri að fljúga hefðundið ríkisstyrkt flug. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið tilkynnti í nóvember síðastliðnum, að það hefði falið Vegagerðinni að ráðast í forvinnu í tengslum við ákvörðun um hvort farið verði í útboð á ríkisstyrktu flugi í framtíðinni, en slíkt fyrirkomulag þarf að samræmast reglum EES-samningsins á þessu sviði. Það styttist í niðurstöðu af þeirri vinnu og þá hvernig framtíðarfyrirkomulagi flugs til Vestmannaeyja verði háttað.
26.01.2022
Flugferðum fjölgar til Vestmannaeyja
Flugfélagið Ernir mun, í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og að ósk bæjarstjóra Vestmannaeyja, fjölga flugferðum um eina ferð í viku til og frá Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar nk.
