Fara í efni
30.12.2025 Tilkynningar

Flokkun á flugeldasorpi

Vestmannaeyjabær vill vekja athygli á að flugeldasorp á ekki heima í heimilistunnum.

Deildu

Endurvinnslusvæði Terra opnar 2. janúar á nýju ári og þar verður að finna gáma undir flugeldasorp. Terra hefur einnig gefið út leiðbeiningar um flokkun á flugeldaúrgangi.

Stjörnuljós má flokka í ílát undir málma. Ósprungna flugelda skal alltaf meðhöndla og flokka sem spilliefni.

Pappinn sem finna má í ýmsum flugeldum er ekki hæfur til endurvinnslu en ástæðan er leirinn sem er notaður í botninn t.d á flugeldaskottertum. Vinsamlegast setjið þann úrang ekki í pappírstunnu heimilisins.

Hér má sjá nánar frétt á vef Terra