Nú um jólin komu félagar úr Lionsklúbbi Vestmannaeyja færandi hendi. Færðu þeir Hraunbúðum að gjöf rafdrifinn skoðunarbekk (ambulance) m/tilheyrandi tækjum. Verðmæti þessarar gjafar er á milli 300 og 400 þús. kr. Bekkur þessi er fyrst og fremst notaður af læknum og hjúkrunarfræðingum við skoðun/sjúkdómsgreiningu.
Kemur gjöfin sér afar vel, því bekkur sá er fyrir var, var gamall og ekki stillanlegur og því oft erfitt fyrir eldra fólk að nýta hann.
Vestmannaeyjabær færir félögum í Lionsklúbbi Vestmannaeyja hjartans þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
Jón Pétursson framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og fræðslusviðs