Fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsumhverfi sem stuðla að auknum námsárangri og bættri líðan nemenda verður umræðuefni fjórða og síðasta fræðslufundar á vegum verkefnisstjórnar og hefst hann kl. 20.00 í sal Barnaskólans í kvöld fimmtudaginn 20. október. Fyrirlesari verður Guðmundur Engilbertsson, sérfræðingur á skólaþróunarsviði HA. Sjá nánar hér fyrir neðan.
Guðmundur Engilbertsson er grunnskólakennari að mennt. Hann hefur stundað framhaldsnám með áherslu á stjórnun og sérkennslufræði. Guðmundur hefur starfað við skólaþróunarsvið HA á þriðja ár ásamt því að vera aðjúnkt við kennaradeild. Helstu verkefni Guðmundar á skólaþróunarsviði hafa verið umsjón með þróunarverkefnum í grunnskólum til að efla lesskilning og orðaforða, þróun einstaklingsmiðað náms, námsaðlögun, þróun fjölbreytts námsmats og úttekt á Læsi lesskimunarprófunum og Stóru upplestrarkeppninni fyrir menntamálaráðuneytið og vinnu við mótun skólastefnu Akureyrarbæjar. Guðmundur vann að úttekt skóla- og æskulýðsmála í Vestmannaeyjabæ og er einn höfunda skýrslu um þá úttekt.
Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.