Hefur hún vaxið með ári hverju en markmið helgarinnar er sem fyrr að hvetja fjölskyldur til aukinnar samvistar og hafa gaman saman. Í ár er yfirskrift helgarinnar “Víst er fagur Vestmannaeyjabær” en í boði er fjölbreytt afþreying víðsvegar um okkar stórkostlegu Heimaey þar sem fjölskyldur, vinir, Eyjamenn og gestir ættu að geta notið þess að vera saman og gera skemmtilega hluti. Líkt og áður, fær hvert heimili vegabréf í hendur og fyrir hvern dagskrárlið sem fjölskyldan tekur þátt í fær hún stimpil í vegabréfið en vegabréfinu verður dreift í hús síðar í vikunni.
Að vera saman er gaman sjá grein hér
Góða skemmtun!
Fjölskyldu –og fræðslusvið Vestmannaeyja