Fara í efni
29.06.2007 Fréttir

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja auglýsir

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja
Deildu

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja auglýsir


Starf yfirumsjónarmanns á Skóladagheimilinu
Fjölskyldu- og fræðslusvið auglýsir eftir yfirumsjónarmanni fyrir skóladagheimilið sem verður rekið fyrir börn í 1. - 5. bekk næsta vetur. Leitað er eftir starfsmanni í 60% starf. Æskilegt er að hann sé uppeldismenntaður eða hafi aðra fagmenntun sem hentar fyrir starfið, reynslu af stjórnun og störfum með börnum. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 2007.

Umsóknareyðublöð fást í þjónustuveri Ráðhússins og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar og skilist í afgreiðslu Ráðhússins. Einnig er hægt að senda umsóknir rafrænt á netfangið erna@vestmannaeyjar.is

Umsóknir um skóladagheimilispláss
Skóladagheimilið tekur til starfa í haust um leið og skólarnir byrja og verður opið eftir hádegið alla virka daga skólaársins frá 12.30 - 17. Hægt er að sækja um vistun fyrir börn í 1. - 5. bekk. Fötluð börn og börn í 1. bekk hafa forgang. Vistunargjöld eru kr. 8000.- á mánuði og ráða foreldrar hversu mikinn hluta af opnunartímanum þeir nýta sér. Umsóknareyðublöð (inntökubeiðnir) fást í þjónustuveri Ráðhússins sem og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Umsóknum skal fylgja staðfesting á greiðslufyrirkomulagi og skilist í þjónustuver Ráðhússins.

F.h. fjölskyldur- og fræðslusviðs

Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi