Fara í efni
18.07.2007 Fréttir

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja auglýsir laus störf við leikskóla Vestmannaeyja skólaárið 2007-2008

Leikskólinn Kirkjugerði.De
Deildu

Leikskólinn Kirkjugerði.
Deildarstjóra vantar á leikskólann Kirkjugerði. Um er að ræða fullt starf með elstu börn skólans. Leikskólakennaramenntun áskilin.

Leikskólinn Sóli.
Leikskólakennara eða starfsfólk með sambærilega menntun og/eða reynslu, vantar í afleysingar á leikskólann Sóla. Um er að ræða 100% starf.

Einnig vantar starfsfólk í tímabundnar afleysingar eða frá september til nóvember.

Leikskólanemendur í Vestmannaeyjum eru um tvö hundruð í tveimur leikskólum, Kirkjugerði og Sóla.

Leikskólinn Sóli hefur flutt í nýtt húsnæði og er 5 deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða - 5 ára. Nánari upplýsingar fást hjá leikskólastjóra, Helenu Jónsdóttur í síma 481 1928, myndsendir 481 1318, netfang, soli@vestmannaeyjar.is. http://leikskolinn.is/soli/

Leikskólinn Kirkjugerði er 4ra deilda leikskóli, með börn á aldrinum 18 mánaða-5 ára. Á Kirkjugerði er unnið með náttúruna og umhverfið. Nánari upplýsingar fást hjá leikskólastjóra, Öldu Gunnarsdóttur í síma 481 1098, myndsendir 481 1181, netfang: kirkjug@vestmannaeyjar.is,

Umsóknir sendist til fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja
Ráðhúsinu 902 Vestmannaeyjum.

Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi. ghb@vestmannaeyjar.is,
Jón Pétursson, framkvæmdastjóri. jon@vestmannaeyjar.is