Nú er lokafrágangur hafinn á nýju fjölnota íþróttahúsi við Hásteinsvöll en í húsinu verður m.a. aðstaða fyrir frjálsar íþróttir og hálfur knattspyrnuvöllur. Í morgun var hafist handa við að leggja gervigrasið en það er þýska fyrirtækið Polytan sem sér um verkið. Þrír Þjóðverjar komu sérstaklega til landsins til að leggja grasið, en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þessir aðilar koma til Íslands því þeir settu einnig gervigras í Egilshöll, Fífunni og Boganum. Búið er að leggja 50 mm. gúmmíundirlag sem svo grasið er lagt yfir, samtals, 65 mm. þykkt af fullkomnustu gerð. Í framhaldi verur tartanefni lagt á hlaupabrautir og frjálsíþróttaaðstöðu.
22.11.2010
Fjölnota íþróttahús
Í morgun var hafist handa við að leggja gervigrasmottur á nýtt fjölnota íþróttahús við Hástein, en það er þýska fyrirtækið Polytan sem sér um framkæmdina.