Fara í efni
12.06.2009 Fréttir

Fimm ára leikskóladeild í Hamarsskóla

Foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur því Vestmannaeyjabær mun leita allra leiða til að faglærðir leikskólakennarar starfi við nýja fimm ára deild í Hamarsskóla.
Deildu

Að gefnu tilefni vill undirritaður koma því á framfæri við þá aðila sem að máli væntanlegrar fimma ára deildar í Hamarsskólanum koma, að leitað verður allra leiða til að faglærðir leikskólakennarar með reynslu komi að starfi deildarinnar. Það er metnaður bæjarins að staðið verði vel að starfsemi deildarinnar. Fyrirsögn í Fréttum þar sem fram kemur villandi fyrirsögn þess efnis að faglærður leikskólakennari verði ekki ráðinn er röng. Einnig er rétt að benda á að umsóknarfrestur um starf er ekki runninn út. Stofnun fimm ára deildar í Hamarsskóla er spennandi verkefni og góð viðbót í það frábæra starf sem unnið er á leikskólum bæjarins. Undirritaður hvetur leikskólakennara að sækja um starf við deildina.

 Jón Pétursson framkvæmdastjóri

fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja