Fara í efni
04.02.2008 Fréttir

Ferskur fiskur frá veiðum til neyslu

Fyrirhuguðum fundi Matís og Atlantic Fresh í Kaffi Kró, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurútlits á fimmtudag og föstudag.Ef nánari upplýsinga er óskað er hægt að
Deildu

Fyrirhuguðum fundi Matís og Atlantic Fresh í Kaffi Kró, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurútlits á fimmtudag og föstudag.

Ef nánari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband við Örn Eyfjörð í síma 00 44 7767665094.

Fimmtudaginn 7. febrúar n.k. verður fundur á Kaffi Kró kl 16.30. Umræðuefni fundarsins er ,,Ferskur fiskur frá veiðum til neyslu"

Tilefni fundarins er samstarfsverkefni sem hefur verið í gangi milli íslenskra og breskra hagsmunaðila/stofnanna um að stuðla að bættum gæðum á ferskum fiski. Samstarfsaðilar að verkefninu hafa verið eftirfarandi:

  • Atlantic Fresh
  • Matis
  • Íslenskar útgerðir
  • Samskip
  • Seafish - Rannsóknatofnun sjávarútvegs í Bretlandi
  • FMA - Félag Fiskkaupenda á Humbrusíðu
  • HSG - Stofnum sem fer með verkefni og styrkveitingar í sjávarútvegi í Bretlandi

Örn Eyfjörð frá Atlantic Fresh mun leiða hóp Breta þ.e. vísindamanna, fiskkaupenda og stjórnmálamanna. Einnig verða aðilar frá Matís og skipafélögum með í för. Á fundinum verður verkefnið kynnt, farið verður yfir markaðsmál í Bretlandi og helstu ferla sem geta stuðlað að betri gæðum. Útvegsbændur, skipstjórnarmenn, sjómenn og áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.

Síðar mun hópurinn hitta útgerðir í Vestmannaeyjum og taka bryggjurúntinn. Vonast er eftir góðum undirtektum.

Dagskrá fundar verður kynnt nánar síðar en ef einhverjar spurningar vakna, er hægt að hafa samband við Örn Eyfjörð í síma 0044 7767665094