Fara í efni
22.11.2007 Fréttir

Féló í fjórða sæti

Stíll var haldinn 17. nóvember sl. í Kópavogi. Stíll er keppni þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköp
Deildu

Stíll var haldinn 17. nóvember sl. í Kópavogi. Stíll er keppni þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika, vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna.

Þema keppninnar í ár var íslenskar þjóðsögur. Þrjár stöllur úr Féló, þær Erna Dögg Hjaltadóttir, Guðný Bernódusdóttir og Sunna Ósk Guðmundsdóttir, voru fulltrúar Vestmannaeyja. Þær gerðu sér lítið fyrir og lentu í fjórða sæti auk þess að fá verðlaun fyrir bestu hönnunina en búningurinn þeirra vísaði til þjóðsögunnar um Lagarfljótsorminn.