Nú er starf Féló farið aftur af stað eftir jólafrí.
Haustönnin gekk ótrúlega vel með allskyns viðburðum, miklu tjilli og almennri gleði hjá börnum og unglingum. Við skráum niður mætingu á hverri opnun og voru 1088 heimsóknir frá september-desember.
Það er opið 2x í viku fyrir 5.-7. bekk, 2-3x í viku fyrir 8.-10. bekk og 1x í viku fyrir 16-20 ára. Næstu vikur og mánuði er ýmislegt um að vera og nokkrir stærri viðburðir í vændum.
Endilega fylgist með á facebook og instagram síðu Félagsmiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum - Féló

