Markmið félagsþjónustu sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Félagsráðgjafi mun sinna m.a. verkefnum á sviði barnaverndar, fjármála, húsnæðismála, jafnréttismála, málefni innflytjenda, uppeldismála, fjölskyldumála, fötlunarmála og skilnaðarmála.
Næsti yfirmaður er yfirfélagsráðgjafi.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Jónsdóttir, yfirfélagsráðgjafi gudrun@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2000.
Umsóknir og meðfylgjandi upplýsingar skulu berast Fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjum í pósti eða tölvupósti fyrir 1.október nk.