Fara í efni
02.11.2011 Fréttir

Félagsmiðstöðvardagur Íslands

Opið hús í Rauðagerði
 
Deildu
Miðvikudaginn 2. nóvember standa félagsmiðstöðvar á Íslandi og SAMFÉS fyrir Degi félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar víða um land verða opnar fyrir gesti og gangandi þennan dag. Markmið hans er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu sveitarfélagi eða hverfi, kynnast því sem þar fer fram, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks félagsmiðstöðvanna. Allir eru velkomnir, sérstaklega foreldrar og "gamlir" unglingar sem vilja rifja upp kynnin við gömlu félagsmiðstöðina sína.

Við á Rauðagerði tökum að sjálfsögðu þátt í þessum degi með opnu húsi 14-18 og 19:30-22:00.
Það verður heitt á könnunni og bakaraklúbburinn mun sjá um kræsingar fyrir gestina.
Útvarpsklúbburinn verður með beina útsendingu á fm 104,7....allir að vera rétt stilltir
Unglingarnir skora á foreldra og kennara í ýmsum keppnum t.d. pool, borðtennis, fuzzball, wii, spil ofl.

Hlökkum til að sjá ykkur!

kv. Unglingaráð Rauðagerðis