Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulag á félagsmiðstöðvarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára.
- Leiðbeina bönum í leik og starfi.
- Samráð og samvinna við börn og unglinga.
- Starfsmenn standa vaktir í samráði við forstöðumann.
Hæfniskröfur:
- Vera orðnir 18 ára að aldri.
- Hafa hreint sakavottorð.
- Vera brosmildir og jákvæðir með eindæmum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Áhugi á starfi með börnum og unglingum
- Með velferð og þroska barna og unglinga að leiðarljósi
- Uppeldismenntun og reynsla af störfum á vettvangi tómstunda eða æskulýðsmála kostur.
Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna og unglinga í gengum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.
Vinnutími eru 5 - 8 tímar á viku. Stuttar vaktir seinni hluta dags, á kvöldin og takmarkað um helgar. Hentar vel fyrir fólk í skóla.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og starfsmannafélag Vestmannaeyja Stavey eða Drífanda stéttafélags.
Umsóknafrestur hefur verið framlengdur til 31. ágúst 2020.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 7. September.
Nánari upplýsingar veitir Erna Georgsdóttir sími 488-2000 eða í tölvupósti á netfanginu ernag@vestmannaeyjar.is. Umsóknir berast á sama netfang.
Bæði kyn eru hvött til að sækja um.
