Fara í efni
26.08.2022 Fréttir

Félagsleg liðveisla hlutastörf – sveigjanlegur vinnutími

Vestmannaeyjabær óskar eftir starfsfólki í félagslega liðveislu fyrir börn og fullorðna.

Deildu

Félagsleg liðveisla felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, s.s. stuðning til að stunda íþróttir/líkamsrækt, fara á menningartengda viðburði og annað félagsstarf.

Um er að ræða hlutastarf, 8-16 tímar í mánuði sem getur hentað vel sem aukastarf með námi eða öðru starfi.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna með fólki og efla þeirra sjálfstæði og félagslegu tengsl.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Nánari upplýsingar veitir Björg Ólöf Bragadóttir, Umsjónarþroskaþjálfi í síma 488 2000 eða á netfangið: bjorg@vestmannaeyjar.is

Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára og að hafa hreint sakavottorð.

Umsóknir skulu berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) og Launanefndar sveitarfélaga.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknarfrestur er til og með 27. september næstkomandi.