Hægt er að skrá sig inn á island.is með rafrænu skilríki eða íslykli sem sótt er um á vefsíðunni http://www.island.is/islykill. Á vefsíðunni er einnig að finna allar nánari upplýsingar um það hvernig sótt er um lykilinn. Eftir að íslykill hefur borist þarf að skrá sig inn á „mínar síður“ hjá island.is og þar verður hægt að nálgast álagningarseðilinn.
Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur af gjöldunum ef greitt er fyrir föstudaginn 7. febrúar n.k. Þeir sem ætla að staðgreiða vinsamlegast greiðið inn á reikning í Sparisjóði Vestmannaeyja nr. 1167-26-90 kt. 690269-0159. Aðrar upplýsingar vegna fasteignagjaldanna eru veittar í þjónustuveri Ráðhússins í síma 488-2000.
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að fella að fullu niður fasteignagjöld hjá einstaklingum sem fæddir eru árið 1944 og fyrr ( 70 ára og eldri).