Fara í efni
24.01.2014 Fréttir

Fasteignagjöld fyrir árið 2014

Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2014 munu framvegis einungis vera sendir til eldri borgara 67 ára og eldri og fyrirtækja, aðrir fá álagningaseðilinn birtan rafrænt á island.is  
Deildu
Hægt er að skrá sig  inn á island.is með rafrænu skilríki eða íslykli sem sótt er um á vefsíðunni http://www.island.is/islykill.   Á vefsíðunni er einnig að finna allar nánari upplýsingar um það hvernig sótt er um lykilinn.  Eftir að íslykill hefur borist þarf að skrá sig inn á „mínar síður“ hjá island.is og þar verður hægt að nálgast álagningarseðilinn.

Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur af gjöldunum ef greitt er fyrir föstudaginn 7. febrúar n.k.  Þeir sem ætla að staðgreiða vinsamlegast greiðið inn á reikning í Sparisjóði Vestmannaeyja nr. 1167-26-90 kt. 690269-0159. Aðrar upplýsingar vegna fasteignagjaldanna eru veittar í þjónustuveri Ráðhússins í  síma 488-2000.

 
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að fella að fullu niður fasteignagjöld hjá einstaklingum sem fæddir eru árið 1944 og fyrr ( 70 ára og eldri).