Fara í efni
12.12.2005 Fréttir

Farskóli Brunamálastofnunar með námskeið í reykköfun

Núna undanfarna daga hafa tveir starfsmenn Brunamálastofnunar verið með námskeið í reykköfun. Þeir komu með 40 feta gám sem er sérstaklega innréttaður fyrir þjálfun í reykköfn.Verkleg þjálfun fer þannig
Deildu

Núna undanfarna daga hafa tveir starfsmenn Brunamálastofnunar verið með námskeið í reykköfun. Þeir komu með 40 feta gám sem er sérstaklega innréttaður fyrir þjálfun í reykköfn.Verkleg þjálfun fer þannig fram að gámurinn er fylltur af reyk og tveir reykkafarar sendir inn til að leysa ákveðin verkefni. Einnig erum við að æfa okkur í notkun á skráningakerfi fyrir reykkafara sem Kíwanisklúbburinn Helgafell gaf okkur fyrir nokkru síðan. Námskeiðið tókst ákaflega vel og voru kennararnir Guðmundur Bergsson og Bernharð Jóhannesson ánægðir hvernig okkar slökkviliðsmenn leystu verkefnin. Góð mæting var það tóku 21 slökkviliðsmenn þátt í þessu námskeiði.

Vestmannaeyjum 8 des 2005
slökkviliðsstjóri.