Farandsýning um líf og starf Gísla J. Ástþórssonar blaðamanns, rithöfundar og teiknara, stendur nú yfir í Safnahúsinu, var hún fyrst sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar.
Gísli er mörgum Eyjamönnum kunnur. Hann á rætur sínar að rekja til Vestmannaeyja, en móðir hans var Sigríður Gísladóttir Johnsen. Hann varð landsþekktur fyrir teiknimyndapersónur sínar, blaðagreinar og ritstörf sín. Sigga - Vigga er ein af þekktu fígúrunum sem hann skapaði. Sýning þessi kemur frá Bókasafni Kópavogs og stendur yfir til 15. október 2005. Við hvetjum alla til að kíkja nú í milligang Safnahússins og berja verkin augum. Aðgangur ókeypis.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.