Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gærkveldi að ráða Fanneyju Ásgeirsdóttur sem skólastjóra nýs grunnskóla Vestmannaeyja. Meirihlutinn var sammála um ráðninguna en Andrés Sigmundsson, fulltrúi minnihlutans, greiddi ekki atkvæði. Fanney mun formlega taka við þann 1. ágúst nk. en væntanlega hefja undirbúning að skólastarfi næsta árs núna á næstu dögum. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa og óskum henni farsældar í hinu nýja starfi.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.