Fara í efni
27.02.2007 Fréttir

Eyjan okkar

Í VETRARGARÐI SMÁRALINDAR - LAUGARDAGINN 3. MARS, 2007EYJAN OKKAR er sýning þar sem Vestmannaeyjar eru kynntar fyrir landi og
Deildu

Í VETRARGARÐI SMÁRALINDAR - LAUGARDAGINN 3. MARS, 2007

EYJAN OKKAR er sýning þar sem Vestmannaeyjar eru kynntar fyrir landi og þjóð. Á sýningunni munu fyrirtæki frá Vestmannaeyjum kynna vörur sínar og þjónustu auk þess sem aragrúi skemmtikrafta frá ?perlunni í suðri" munu láta ljós sitt skína.

Dagskrá er svo hljóðandi:

13:00 Sýningin er opnuð með ræðu frá bæjarstjóra Vestmannaeyja.

13:30-20:00 Eyjafyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu. Fjallað verður um samgöngumál,búsetuskilyrði, hátíðir eyjanna, framtíðarsýn eyjanna o.s.frv.

20:30 Brekkusöngur í Vetrargarðinum sem stendur til 23:30. Fjölmargir þjóðþekktir listamenn sem eiga það sameiginlegt að eiga rætur að rekja til Vestmannaeyja munu koma fram á þessum tónleikum. Ýmsar viðurkenningar verða veittar þeim sem þykja hafa skarað fram úr við eflingu menningar og mannlíf Vestmannaeyja.

Kynnir verður Elliði Vignisson, bæjarstjóri

Sýningin:

Sýningin er byggð upp með básum þar sem hvert fyrirtæki getur kynntog selt vörur sínar og þjónustu. .

Básapantanir og allar upplýsingar er hægt að nálgast á www.2bc.is

Dansleikur á Players.

Síðast en ekki síst er minnt á dansleikinn á Players að kveldi 3. mars þar sem Logar og Dans á rósum munu skemmta sem aldrei fyrr.