Öldrunarráð Íslands stendur fyrir ráðstefnu um sveigjanleg starfslok í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, ASÍ, BHM, BSRB, Landssamband eldri borgara og Samtök atvinnulífsins í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 9. febrúar.
Ráðstefnan hefst kl. 13:15 og lýkur kl. 16:20. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Dagskrá:
| 13:15 | Setning Gísli Páll Pálsson, formaður Öldrunarráðs Íslands |
| 13:20 | Sveigjanleg starfslok Tryggvi Þór Herbertsson Hagfræðistofnun Háskóla Íslands |
| 13:35 | Vil vinna meðan ég get Örn Clausen lögfræðingur |
| 13:50 | "Líf eftir starfslok? kvíðvænlegt eða eftirsóknavert? Berglind Magnúsdóttir öldrunarsálfræðingur |
| 14:05 | Eldri borgarar mun hressari nú en áður Ólafur Ólafsson formaður Landssambands eldri borgara |
| 14:20 | Kaffihlé |
| 14:55 | Borgar sig að flýta töku ellilífeyris? Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri LL |
| 15:10 | Sveigjanleg starfslok hjá Alcan og hugsanlegar hindranir Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður Alcan |
| 15:25 | Reynsla Húsasmiðjunnar af því að ráða eldra fólk til starfa Steinn Logi Björnsson forstjóri Húsasmiðjunnar |
| 15:40 | Fyrirspurnir úr sal |
| 16:10 | Samantekt Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM |
| 16:20 | Ráðstefnulok |
Ráðstefnustjóri verður Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytis.
Af vef Sambandsins
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar