Velheppnuð námsstefna um notkun "scenarios" við stefnumótun og ákvarðanatöku var haldin á Nordica hotel.
Undirritaður sat námsstefnuna í síðustu viku. Scenarios eða "framtíðarsögur" er aðferð til að sjá inn í framtíðina og þróa og prófa stefnumótandi ákvarðanir við mismunandi hugsanleg framtíðarskilyrði. Framtíðarsögur er einnig hægt að nota til að:
? víkka sjóndeildarhring stjórnenda
? skapa sameiginlegan skilning á óvissuþáttum
? auka skilning á nauðsynlegum viðbúnaði
? sameina ólík sjónarmið um framtíðina
? koma auga á nýja möguleika
Aðferðin getur nýst einstaklingum, fyrirtækjum, samtökum og opinberum aðilum í tengslum við breytingastjórnun, stefnumótun og ákvarðanatöku. Með því að skilgreina mikilvæga óvissuþætti í starfsumhverfinu og hvað veldur þeim, geta fyrirtæki betur brugðist við óvæntum ógnunum og tækifærum. Aðferðin hefur verið lítið notuð hérlendis, en í vaxandi mæli í nágrannalöndum okkar. Á námsstefnuni verða rakin nokkur dæmi um þetta frá aðilum eins og Shell, sænsku tollgæslunni, tímaritaútgáfunni Aller-gruppen ofl..
Námstefnan var haldin að tilhlutan þekkingarseturs Iðntæknistofnunar og Netspors ehf. Leiðbeinandi var Eiríkur Ingólfsson, framkvæmdastjóri hjá SiT í Þrándheimi í Noregi. Hann er með meistarapróf í stjórnun frá BI í Noregi, með áherslu á stefnumótun og framtíðarsýn. Eiríkur hefur unnið með rekstrarráðgjöfum Netspors undanfarin ár við ýmis verkefni.
Námstefnan var haldin á Nordica hótel, fimmtudaginn 8. september. Glærur Eiríks á pdf formi má nálgast með að smella hér.
Hér að neðan fylgja jafnframt frekari upplýsingar um notkun Scenarios sem gætu komið að góðum notum ef þú vilt kynna þér þessa aðferðafræði nánar.
Bækur:
Peter Schwarts: The art of the Long View (útg. John Wiley&Sons 1991) (sjá einnig Global Business Network : www.gbn.com)
Erik F. ?verland: Norge 2030 (útg. Cappelen akademisk Forlag 2000)
Framtíðarsögur Shell má finna á www.shell.com
Sænska tollgæslan: (leitið eftir "global scenarios")http://www.tullverket.se/se/Om_oss/iframtiden/
World future society http://www.wfs.org/
Að lokum skal bent á að Eiríkur Ingólfsson (eirikur.ingolfsson@sit.no) ásamt starfsmönnum Netspors og Þekkingarseturs Iðntæknistofnunar eru ætíð reiðubúnir til viðræðna um verkefni á þessu sviði.´
Til gamans má geta þess að Netspor hefur stýrt stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Bandalag sjálfstæðu leikhúsin hér á landi. Boðað var til vinnuhelgar á Hellu þar sem um 35 manns komu saman til þess að velta upp möguleikum atvinnugreinarinnar og hvernig hún gæti best vaxið og dafnað.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.