Fara í efni
14.04.2023 Fréttir

Endurnýjun lóðarleigusamninga

Reglulega á sér stað endurnýjun á lóðarleigusamningum hjá Vestmannaeyjabæ. Þetta á við um þá samninga sem hafa runnið sitt skeið og hafa gilt í tugi ára.

Deildu

Við endurnýjun lóðarleigusamninga hækkar lóðarleiga og hefur hlutaðeigandi lóðarleiguhöfum verið send krafa um þá fjárhæð sem nemur hækkuninni. Samkvæmt nýjum lóðarleigusamningum nemur leigan 1% af lóðarhlutamati Íbúðarhúsnæðis og 3,5% af lóðarhlutamati

Atvinnuhúsnæðis. Þeir lóðarleiguhafar sem þegar hafa greitt fasteignagjöld, þ.m.t. lóðarleigu, fyrir árið 2023 verða eingöngu rukkaðir fyrir mismun á breyttu lóðarleigugjaldi og uppgerðri greiðslu fasteignagjalda.

Vinsamlegast hafið samband við Hjálmfríði Ingu Hjálmarsdóttur eða Tönju Dögg Guðjónsdóttur í síma 488 2000 ef einhverjar spurningar kynnu að vakna vegna þessa.