Fara í efni
02.01.2026 Fréttir

Elstu Eyjamenn  – Páll í Mörk og Jónína frá Nýborg 

Vestmannaeyjabær óskar tveimur ástsælum Eyjamönnum, Páli Magnúsi Guðjónssyni frá Mörk og Jónínu Einarsdóttur frá Nýborg, innilega til hamingju með afmælin. Þau eru elstu íbúar Vestmannaeyja og hafa bæði átt langa og merkilega ævi í samfélaginu. 

Deildu

Páll Magnús Guðjónsson  
Páll fæddist 12. desember 1926 í Hlíð undir Eyjafjöllum. Hann ólst upp í Vestmannaeyjum og varð sjómaður, eins og margir samferðamenn hans. 
Páll giftist Guðbjörgu Amelíe Þorkelsdóttur árið 1950 og eignuðust þau fjögur börn. Þau bjuggu lengi á Vestmannabraut og síðar í Kleifahrauni. Guðbjörg lést árið 2016, en Páll hefur alla tíð verið þekktur fyrir dugnað og hlýju í Eyjasamfélaginu. 
Á myndinni má sjá Pál við listsköpun. 

Jónína Einarsdóttir  
Jónína fæddist 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði. Hún flutti ung til Eyja og vann við fiskvinnslu, netagerð og í þvottahúsi fram að gosinu 1973. 
Jónína bjó í Götu fram að gosi og eftir það í Nýborg og er þekkt fyrir samhug og vinnusemi. Hún átti tvær dætur, Erlu og Lindu, og hefur verið mikilvægur hluti af samfélaginu í Vestmannaeyjum í áratugi. 
Á myndinni má sjá Jónínu í litlum loðnum vini en hún er einstakur dýravinur. 

Vestmannaeyjabær sendir þeim báðum bestu óskir og þakkar fyrir allt sem þau hafa lagt til samfélagsins í gegnum tíðina.