Páll Magnús Guðjónsson
Páll fæddist 12. desember 1926 í Hlíð undir Eyjafjöllum. Hann ólst upp í Vestmannaeyjum og varð sjómaður, eins og margir samferðamenn hans.
Páll giftist Guðbjörgu Amelíe Þorkelsdóttur árið 1950 og eignuðust þau fjögur börn. Þau bjuggu lengi á Vestmannabraut og síðar í Kleifahrauni. Guðbjörg lést árið 2016, en Páll hefur alla tíð verið þekktur fyrir dugnað og hlýju í Eyjasamfélaginu.
Á myndinni má sjá Pál við listsköpun.
Jónína Einarsdóttir
Jónína fæddist 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði. Hún flutti ung til Eyja og vann við fiskvinnslu, netagerð og í þvottahúsi fram að gosinu 1973.
Jónína bjó í Götu fram að gosi og eftir það í Nýborg og er þekkt fyrir samhug og vinnusemi. Hún átti tvær dætur, Erlu og Lindu, og hefur verið mikilvægur hluti af samfélaginu í Vestmannaeyjum í áratugi.
Á myndinni má sjá Jónínu í litlum loðnum vini en hún er einstakur dýravinur.
Vestmannaeyjabær sendir þeim báðum bestu óskir og þakkar fyrir allt sem þau hafa lagt til samfélagsins í gegnum tíðina.
