Íris færði þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist hvers og eins með nokkrum orðum.
Margir þessara starfsmanna höfðu starfað hjá Vestmannaeyjabæ í áratugi og sinnt störfum sínum af alúð og fagmennsku.
Þeir sem kvaddir voru:
Kristján Ólafur Hilmarsson, Ásta Kristmannsdóttir, Jenný Jóhannsdóttir, Sigurlína Sigurjónsdóttir, Kristján Egilsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Lilja Garðarsdóttir, Emilía M. Hilmirsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Karen Sigurgeirsdóttir og Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir.
Vestmannaeyjabær þakkar samstarfið á liðnum árum og áratugum og óskar þeim gæfuríkrar framtíðar.
