Fara í efni
04.12.2006 Fréttir

Eldvarnarvikan 2006

Eins og undanfarin ár stóð Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna fyrir eldvarnaviku í grunnskólum landsins. Sérstök áhersla var lögð á kynningu brunavarna fyrir 8 ára börn og fengu þau sérst
Deildu

Eins og undanfarin ár stóð Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna fyrir eldvarnaviku í grunnskólum landsins. Sérstök áhersla var lögð á kynningu brunavarna fyrir 8 ára börn og fengu þau sérstakt heimaverkefni til úrlausnar með foreldrum sínum. Lausnir verða síðan metnar, dregið úr réttum lausnum og vegleg verðlaun veitt. ?I tilefni vikunnar var börnum hér í Eyjum boðið í heimsókn á slökkvistöðina, þar sem farið var yfir helstu þætti í brunavörnum heimilisins. Einnig komu Lionsmenn færandi hendi gáfu börnunum litabækur tengdar brunavörnum heimilisins.

Í framhaldi af þessari heimsókn barnanna viljum við slökkviliðsmenn hvetja íbúa í Eyjum að yfirfara eftirfarandi: Reykskynjara, Slökkvitæki og eldvarnateppi. Einnig er áríðandi að fjölskyldan hugleiði flóttaleið ef eitthvað kemur uppá.

Við slökkviliðsmenn óskum bæjarbúum Gleðilegrar jóla og farsældar á nýju ári.