Fara í efni
24.11.2023 Fréttir

Eldri borgar í heimsókn í Ráðhúsinu

Verkefnið ,,Út í sumarið“ hefur verið í gangi frá því sumarið 2020, hefur margt skemmtilegt verið skoðað og gert á þeim tíma.

Deildu

Hefur þátttaka eldri borgara verið góð í þeim viðburðum sem boðið hefur verið uppá. Nú á dögunum tók Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri á móti hópnum í Ráðhúsinu. Fór hún yfir málefni sem eru í brennidepli í Vestmannaeyjabæ. Miklar og áhugaverðar umræður skapaðist og fóru allir vel upplýstir heim eftir heimsóknina.

Ef þú ert með skemmtilega hugmynd eða ert tilbúinn að bjóða okkur að koma í heimsókn og kynna fyrir okkur starfsemi þíns/ykkar fyrirtækis langar okkur mjög mikið að heyra frá þér/ykkur. Sendið póst á thelma@vestmannaeyjar.is