Opinn íbúafundur um uppbyggingu Eldheima verður haldinn þann 7 des. n.k. Fundurinn verður haldinn í fundarsal umhverfis-og framkvæmdasviðs að Tangagötu 1. 2h. og hefst kl. 16:00.
Á fundinum verður fjallað um fyrirliggjandi framkvæmdir og uppbyggingu skipulagssvæðisins. Á fundinn mæta f.h Vestmannaeyjabæjar fulltrúar umhverfis-og skipulagsráðs, Bæjarstjóri og starfsmenn verkefnis.
umhverfis-og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar