Fara í efni
04.12.2012 Fréttir

Eldheimar

 
 
Framkvæmdir við Eldheima eru nú í fullum gangi. Byrjað er að steypa sökkla og fljótlega verður farið að slá upp fyrir veggjum. Stálgrindin er komin til eyja og er ætlunin að hefjast handa við að reisa hana í lok mars.
Deildu
Opinn íbúafundur um uppbyggingu Eldheima verður haldinn þann 7 des. n.k. Fundurinn verður haldinn í fundarsal umhverfis-og framkvæmdasviðs að Tangagötu 1. 2h. og hefst kl. 16:00.
 
 
Á fundinum verður fjallað um fyrirliggjandi framkvæmdir og uppbyggingu skipulagssvæðisins. Á fundinn mæta f.h Vestmannaeyjabæjar fulltrúar umhverfis-og skipulagsráðs, Bæjarstjóri og starfsmenn verkefnis.
 
umhverfis-og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar