Fara í efni
17.12.2020 Fréttir

Eineltisverkferlar skólaþjónustu

Skólaþjónusta hefur unnið verkferla komi upp eineltismál í skóla sem ekki næst að vinna úr.

Deildu

Skólaþjónustan hefur unnið verkferla vegna eineltismála sem upp koma í skóla. Stjórnendur og foreldrar/forráðamenn geta vísað málum til skólaþjónustu ef viðunandi niðurstaða næst ekki við vinnslu máls í skóla. Þverfaglegt teymi fjölskyldu- og fræðslusviðs vinnur þá málið skv. verkferli 1 en í teyminu eru fræðslufulltrúi, yfirfélagsráðgjafi, umsjónarþroskaþjálfi, sálfræðingur, kennsluráðgjafi, sérkennsluráðgjafi og ráðgjafi hjá skólaskrifstofu. Ef um er að ræða staðfest einelti, eftir vinnslu máls skv. verkferli 1, fer það í verkferil 2A en sé niðurstaðan samskiptavandi fer málið í verkferil 2B.

Hægt er að skoða verkferlana hér og tilkynningareyðublað til skólaþjónustu.

Eineltismál í skóla sem vísað er til skólaþjónustu

Tilkynning til skólaþjónustu vegna eineltismáls í skóla