Fara í efni
11.12.2019 Fréttir

Einarsstofa - Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld tók myndir þegar fyrsti Herjólfur lagðist nýr að bryggju kl. 14.00 laugardaginn 12. desember 1959. Þær verða sýndar ásamt fleiri myndum sem tengjast samgöngum á sjó í Einarsstofu kl. 17.00 á morgun, fimmtudag þegar sextíu ár verða frá komu skipsins.
Deildu
Þarna verða líka myndir af Herjólfi tvö og þrjú og þeim nýjasta sem kom í sumar. Þær myndir tóku Sigurgeir og Viktor P. Jónsson en í sameiningu settu þeir saman sýninguna sem er mjög forvitnileg.

Fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja og sigldi auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Bílar voru hífðir á dekk og var Herjólfur númer tvö fyrsta bílaferjan. Hann sigldi fyrst sex daga í viku til Þorlákshafnar en núna eru sjö ferðir í Landeyjahöfn þegar fært er þangað.

Þá mun Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segja frá stöðu mála í dag.