Næst komandi föstudag 17. mars kl. 15.30 mun Einar Kárason rithöfundur fjalla um fornsögur og höfunda þeirra á breiðum grundvelli á Bókasafni Vestmannaeyja. Einar er kunnur af frásagnarsnilld sinni og hefur skrifað þó nokkrar bækur byggðar á sögulegum heimildum. Áhugavert fyrir alla þá sem unna bókmenntum og hvetjum við alla sem eiga heimangengt til að mæta og hlýða á rihöfundinn. Heitt á könnunni.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.