Fara í efni
09.05.2006 Fréttir

EFSA Ísland í Eyjum 2006 og 2007

Sjóstangaveiðimót frá Vestmannaeyjum. Íslandsdeild EFSA, samtök evrópskra sjóstangaveiðimanna, heldur tveggja daga sjóstangaveiðimót frá Vestmannaeyjum föstudaginn 12. og laugardaginn13. maí nk.
Deildu

Sjóstangaveiðimót frá Vestmannaeyjum. Íslandsdeild EFSA, samtök evrópskra sjóstangaveiðimanna, heldur tveggja daga sjóstangaveiðimót frá Vestmannaeyjum föstudaginn 12. og laugardaginn13. maí nk.

Lögð verður áhersla á að veiða sem flestar tegundir fiska og sérstaklega löngu, keilu, steinbít og ýsu fremur en sem flesta fiska, þ.e. mesta magn. Róið verður báða dagana kl. 7.00 og komið að landi í síðasta lagi kl. 16.00. Þátttökugjald í mótið er 13.000 kr. og opið öllum. Skráning er í mótið er hjá Sigríði Kjartansdóttur í síma 866 0466 og hjá Þóri Sveinssyni í síma 896 3157. Á næsta ári eða 11. og 12. maí 2007 heldur EFSA Ísland alþjóðlegt sjóstangaveiðimót frá Vestmannaeyjum og má búast við að fjöldi erlendra veiðimanna komi og keppi í mótinu. Alþjóðlegt sjóstangaveiðimót var síðast haldið á Íslandi árið 1974 frá Akureyri og þar á undan árið 1968 frá Vestmannaeyjum. 7. maí 2006.

Stjórn EFSA Ísland

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.