Sjóstangaveiðimót frá Vestmannaeyjum. Íslandsdeild EFSA, samtök evrópskra sjóstangaveiðimanna, heldur tveggja daga sjóstangaveiðimót frá Vestmannaeyjum föstudaginn 12. og laugardaginn13. maí nk.
Lögð verður áhersla á að veiða sem flestar tegundir fiska og sérstaklega löngu, keilu, steinbít og ýsu fremur en sem flesta fiska, þ.e. mesta magn. Róið verður báða dagana kl. 7.00 og komið að landi í síðasta lagi kl. 16.00. Þátttökugjald í mótið er 13.000 kr. og opið öllum. Skráning er í mótið er hjá Sigríði Kjartansdóttur í síma 866 0466 og hjá Þóri Sveinssyni í síma 896 3157. Á næsta ári eða 11. og 12. maí 2007 heldur EFSA Ísland alþjóðlegt sjóstangaveiðimót frá Vestmannaeyjum og má búast við að fjöldi erlendra veiðimanna komi og keppi í mótinu. Alþjóðlegt sjóstangaveiðimót var síðast haldið á Íslandi árið 1974 frá Akureyri og þar á undan árið 1968 frá Vestmannaeyjum. 7. maí 2006.
Stjórn EFSA Ísland
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.