Mælst er til þess að sveitarfélögin verji þessum peningum til forvarna og brunavarna í sveitarfélaginu, en einn helsti tilgangur EBÍ er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða og styðja alhliða forvarnarstarf í sveitarfélögum.
Langstærsta verkefnið sem félagið hefur unnið að er forvarnarverkefni í leikskólum landsins þar sem slökkviálfarnir Logi og Glóð leika aðalhlutverkið.