Fara í efni
20.11.2009 Fréttir

EBÍ greiðir út ágóðahluta til forvarna og brunavarna

Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands greiddi nú á dögunum samtals 300 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar. Greiðslan rennur til þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBÍ í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum og fengu Vestmannaeyjar 12. milljónir í sinn hlut.
Deildu
Mælst er til þess að sveitarfélögin verji þessum peningum til forvarna og brunavarna í sveitarfélaginu, en einn helsti tilgangur EBÍ er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða og styðja alhliða forvarnarstarf í sveitarfélögum.
 
Langstærsta verkefnið sem félagið hefur unnið að er forvarnarverkefni í leikskólum landsins þar sem slökkviálfarnir Logi og Glóð leika aðalhlutverkið.