Fara í efni
07.09.2017 Fréttir

Drífa Gunnarsdóttir ráðin sem fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar

Deildu
Vestmannaeyjabær hefur ráðið Drífu Gunnarsdóttur í stöðu fræðslufulltrúa. Drífa er menntuð sem grunnskólakennari og með M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræðum. Hún hefur starfað í áratugi sem grunnskólakennari og deildarstjóri m.a. í Reykjanesbæ og verið þátttakandi í því góða átaki og árangri sem Reykjanesbær hefur átt í menntamálum á undanförnum árum. Eiginmaður Drífu er Bergsteinn Jónasson og eiga þau þrjú börn.

Ernu Jóhannesdóttur, fráfarandi fræðslufulltrúa, er seint þakkað framlag sitt til fræðslumála í Vestmannaeyjum, en hún hóf starf sem fræðslufulltrúi árið 2003 og hafði áður starfað sem grunnskólakennari í Vestmanneyjum frá 1971. Erna er þó ekki hætt því hún mun fara í hlutastarf sem sérkennsluráðgjafi í GRV.

Nýr fræðslufulltrúi mun hefja störf í byrjun október nk.