Fara í efni
03.05.2006 Fréttir

Dregið í sundkeppninni Syntu til Evrópu

Sundkeppninni Syntu til Evrópu lauk formlega þann 10. apríl. Nú hefur verið farið yfir öll skráningarskírteini, teknar saman þátttakendatölur og hve margir metrar voru syntir. Skr
Deildu

Sundkeppninni Syntu til Evrópu lauk formlega þann 10. apríl. Nú hefur verið farið yfir öll skráningarskírteini, teknar saman þátttakendatölur og hve margir metrar voru syntir.

Skráðir þátttakendur voru alls 174. Þeir sem luku keppni voru 82 fullorðnir, sem syntu alls 1.209.425 m, 30 börn undir 13 ára, sem syntu alls 254.800 m. Alls voru 62 keppendur sem luku ekki keppni en syntu samt 156.850 m. Þannig að meira en ein og hálf milljón metrar voru syntir í keppninni eða nákvæmlega 1.621.075 m.

Þriðjudaginn 2. maí var dregið í keppninni og hlutu eftirtaldir vinning.

  • Aðalvinninginn hlaut Margrét Kjartansdóttir, Foldahrauni 30, flug fyrir tvo til Evrópu með Icelandair.
  • Annan vinning hlaut Sigurður Gunnarsson, Boðaslóð 12, flug fyrir tvo til Reykjavíkur með Landsflugi.
  • Þriðja vinning hlaut Áslaug Dís Bergsdóttir, Boðaslóð 18, sælulykil fyrir tvo á Hótel Örk.

Í útdrætti 13 ára og yngri hlaut Fanndís Rún Stefánsdóttir, Hátúni 16, aðalvinninginn eða flugferð fyrir tvo fullorðna og tvö börn á Bakkaflugvöll með Flugfélagi Vestmannaeyja.

Öll börn sem luku keppni geta nálgast viðurkenningaspjaldið sitt í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvarinnar.

Keppnin þótti takast vel og varð til þess að aðsókn að sundlauginni jókst. Ætlunin er að endurtaka leikinn á næsta ári.

Menningar- og tómstundarráð þakkar öllum þeim sem tóku þátt og þeim fyrirtækjum sem gáfu vinninga.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar