Við leitum að aðila sem hefur brennandi áhuga á málaflokki fræðslu- og uppeldismála og hefur bæði menntun og reynslu sem nýtist til þess að skapa framtíðarsýn sem snýr að þeirri vegferð.
Starfið felur í sér yfirumsjón, í umboði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, með framkvæmd laga um fræðslu- og uppeldismál sem og önnur verkefni sem tilheyra fræðslu- og uppeldismálum og sveitarstjórn hefur samþykkt.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
· Fagleg forysta og að móta framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá leik- og grunnskóla, lög um leik- og grunnskóla, skólaþjónustu, lög um farsæld barna og önnur lög sem tengjast fræðslu- og uppeldismálum
· Gerð fjárhags- og starfsáætlana og eftirlit með framkvæmd þeirra
· Gerð ársskýrslna um starfsemi þeirra verkefna sem heyra undir fræðslu- og uppeldismál
· Umsjón og eftirlit með framkvæmd fræðslu- og uppeldismála þ.m.t. leik- og grunnskóla, tónlistarskóla, lengdri viðveru og daggæslu
· Umsjón með skólaþjónustu
· Ráðgjöf í barnaverndarmálum í samstarfi við barnaverndarþjónustu
Hæfniskröfur:
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi og haldbær starfsreynsla á sviði fræðslu- og uppeldismála
· Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis-, kennslu- og menntunarfræða er kostur
· Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg
· Þekking á sviði leik- og grunnskóla
· Góð samskiptafærni ásamt skipulags- og leiðtogahæfni
· Brennandi áhugi á fræðslu- og uppeldismálum
· Góð íslensku- og enskukunnátta
· Góð tölvukunnátta
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilsská með nöfnum tveggja umsagnaraðila. Einnig skal fylgja greinargerð með rökstuðningi um hæfni í starfið, leyfisbréf til kennslu og staðfesting á viðbótarnámi sé það til staðar. Þeir aðilar sem eru ráðnir á fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.
Umsóknarfrestur fyrir starfið er til og með 20. febrúar 2024 og sótt er um starfið á www.hagvangur.is.
Nánari upplýsingar veita: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, jonp@vestmannaeyjar.is og Geirlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, geirlaug@hagvangur.is
Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
