Fara í efni
02.06.2020 Fréttir

Danshátíð 2020

Danshátíð GRV er orðin að föstum lið í starfi skólans. 

Deildu

Þar koma nemendur kennarar og bæjarbúar saman og sjá afrakstur vetrarins í dans kennslu. Súsanna Georgsdóttir er danskennari skólans og sér hún um að semja og útsetja dansana, á hún skilið hrós fyrir sitt framlag og hennar vinnu.

Í ár var danssýningin með breyttu sniði og sameinuðum við "danssýninguna" og "dansað á Stakkó" í einn viðburð. Ákveðið var að hafa viðburðinn úti til að betur færi um gesti. Veðrið lék sko aldeilis við okkur og erum við afskaplega þakklát fyrir mætinguna af foreldrum og öðrum gestum sem komu að horfa á.

Það er frábært að geta boðið uppá danskennslu í skólanum og erum við alltaf afskaplega hreykin af dansýningunni. Það á svo sannarlega við í ár.

Fyrir hönd GRV 

Óskar Jósúason