Fara í efni
05.02.2008 Fréttir

Dagur leikskólans 6.febrúar - Við bjóðum ykkur góðan dag - alla daga

6.febrúar hefur verið tilnefndur dagur leikskólans frá og með þessu
Deildu

6.febrúar hefur verið tilnefndur dagur leikskólans frá og með þessu ári. Þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frá þeim tíma hefur markviss umræða um gildi leikskólans í íslensku samfélagi átt sér stað.
Markmið með þessum degi er að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskóla fyrir börn. Að skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu og síðast en ekki síst að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð.

Nánar um tilurð þessa dags má lesa á vefslóðinni http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/dagur_leikskolans.pdf og nánar á http://www.samband.is/

Einnig vekjum við athygli á heimasíðum leikskólanna í Vestmannaeyjum http://www.leikskolinn.is/soli/ og http://www.leikskolinn.is/kirkjugerdi/

F.h. Fjölskyldu og fræðslusviðs
Guðrún Helga Bjarnadóttir
Leikskólafulltrúi