Við í Víkinni buðum foreldrum barnanna í kaffi seinnipartinn og vakti það mikla lukku. Börnin eru ávallt yfir sig stolt að fá foreldra sína í heimsókn í leikskólann sinn.
Í tilefni dagsins langaði okkur að útbúa plakat þar sem börnin segðu sína skoðun á því hvað þeim þykir skemmtilegt að gera í leikskólanum og hvað þau læra í leikskólanum. Svörin eru fjölbreytt og yndisleg eins og börnin okkar eru.
Hér fyrir neðan má sjá afrakstur barnanna.
Ystiklettur
Miðklettur
Heimaklettur
