Fara í efni
08.02.2023 Fréttir

Dagur leikskólans 6.febrúar 2023 - Víkin 5 ára deild GRV

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar ár hvert. Enginn breyting var í ár og héldu leikskólar um land allt upp á daginn með til dæmis foreldrakaffi, söng og almennri gleði eins og ríkir í leikskólunum okkar.

Deildu

Við í Víkinni buðum foreldrum barnanna í kaffi seinnipartinn og vakti það mikla lukku. Börnin eru ávallt yfir sig stolt að fá foreldra sína í heimsókn í leikskólann sinn.

Í tilefni dagsins langaði okkur að útbúa plakat þar sem börnin segðu sína skoðun á því hvað þeim þykir skemmtilegt að gera í leikskólanum og hvað þau læra í leikskólanum. Svörin eru fjölbreytt og yndisleg eins og börnin okkar eru.

Hér fyrir neðan má sjá afrakstur barnanna.

Ystiklettur

Miðklettur

Heimaklettur