Dagskráin 1-28 febrúar 2010
Mánudagurinn 1.febrúar 2010 kl.10:30
Vinahringur allra leikskólabarna myndaður á lóð Landakirkju.
Föstudagurinn 5.febrúar 2010 kl.08:00-09:00
Foreldrum boðið í morgunkaffi á Sóla, Kirkjugerði og 5 ára deildinni í Hamarsskóla.
Föstudagurinn 5.febrúar 2010 kl.14:00
Formleg opnun sýninga í Safnahúsi
Video sem sýnir sögu leikskólans í Vestmannaeyjum í máli og myndum.
Sýning á búnaði og munum sem tengjast sögu leikskólanna í Eyjum.
Sýning á verkum Sigurbjörns Sveinssonar barnabókahöfundar.
Afhending mynda og ýmissa gagna frá leikskólunum til varðveislu í Safnahúsi.
Myndverkasýning barna í leikskólunum, þar sem þemað í ár er „Þetta geri ég í leikskólanum mínum“.
Myndverkasýningarnar verða á eftirtöldum stöðum:
Safnahúsi
Vilberg kökuhús
Íþróttamiðstöð
Vöruval
Í versluninni Vöruval verður einnig sýning á námsgögnum ofl. sem tilheyra leikskólakennaranum, bæði nýtt og gamalt.
Laugardagurinn 6.febrúar 2010 kl.14:00
Fyrirlestur í safnahúsi. Fluttir verða tveir stuttir fyrirlestrar. Annars vegar um barnabókahöfundinn Sigurbjörn Sveinsson barnabókahöfund sem þær Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Sigurbjörg Jónsdóttir leikskóla- og grunnskólakennarar flytja, og hins vegar Stiklað á stóru í sögu leikskólans í Vestmannaeyjum sem Þóranna Sigurbergsdóttir flytur.
Safnahúsið verður opið laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. febrúar 14-16 vegna dags leikskólans.
Allar sýningarnar verða uppi út febrúarmánuð
Við vonumst til að bæjarbúar hafi gagn og gaman af sýningunum kveðjur
Guðrún Helga Bjarnadóttir