Fara í efni
27.01.2010 Fréttir

Dagur leikskólans 2010

Dagskrá leikskóla Vestmannaeyjabæjar vegna dags leikskólans 6.febrúar 2010
6. febrúar 1950 voru fyrstu hagsmunasamtök leikskólakennara stofnuð, og er því um að ræða 60 ára afmæli stéttarinnar. Markmiðið með þessum degi er m.a. að vekja áhuga á starfinu og sýna fram á gildi þess fyrir menningu og þjóðarauð.
Deildu
 
Dagskráin 1-28 febrúar 2010
 
Mánudagurinn 1.febrúar 2010 kl.10:30
Vinahringur allra leikskólabarna myndaður á lóð Landakirkju.
 
Föstudagurinn 5.febrúar 2010 kl.08:00-09:00
Foreldrum boðið í morgunkaffi á Sóla, Kirkjugerði og 5 ára deildinni í Hamarsskóla. 
 
Föstudagurinn 5.febrúar 2010 kl.14:00
Formleg opnun sýninga í Safnahúsi
Video sem sýnir sögu leikskólans í Vestmannaeyjum í máli og myndum. 
Sýning á búnaði og munum sem tengjast sögu leikskólanna í Eyjum.
Sýning á verkum Sigurbjörns Sveinssonar barnabókahöfundar.
Afhending mynda og ýmissa gagna frá leikskólunum til varðveislu í Safnahúsi.
Myndverkasýning barna í leikskólunum, þar sem þemað í ár er „Þetta geri ég í leikskólanum mínum“.  
Myndverkasýningarnar verða á eftirtöldum stöðum:
Safnahúsi
Vilberg kökuhús
Íþróttamiðstöð
Vöruval
Í versluninni Vöruval verður einnig sýning á námsgögnum ofl. sem tilheyra leikskólakennaranum, bæði nýtt og gamalt.
 
Laugardagurinn 6.febrúar 2010 kl.14:00
Fyrirlestur í safnahúsi. Fluttir verða tveir stuttir fyrirlestrar. Annars vegar um barnabókahöfundinn Sigurbjörn Sveinsson barnabókahöfund sem þær Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Sigurbjörg Jónsdóttir leikskóla- og grunnskólakennarar flytja, og hins vegar Stiklað á stóru í sögu leikskólans í Vestmannaeyjum sem Þóranna Sigurbergsdóttir flytur. 
 
Safnahúsið verður opið laugardaginn 6.  og sunnudaginn 7. febrúar  14-16 vegna dags leikskólans.
 
Allar sýningarnar verða uppi út febrúarmánuð
 
Við vonumst til að bæjarbúar hafi gagn og gaman af sýningunum kveðjur
Guðrún Helga Bjarnadóttir