Yrkja er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Stjórnendur GRV sóttu til sjóðsins og fengu gefins plöntur. Ákveðið var að framkvæma gróðursetninguna í tilefni dags íslenskrar náttúru, sem er 16. september ár hvert.
4.-5. bekkur gróðursettu loðvíði og jorfavíði við Framhaldsskólann en 1.-3. bekkur gróðursettu aspir bak við Íþróttamiðstöðina.
Krakkarnir voru mjög áhugasamir og gekk gróðursetningin vel.
Verkefnið var unnið í samstarfi fjölmenningarfulltrúa, stjórnenda GRV, garðyrkjufræðings Vestmannaeyjabæjar og Skipulags- og umhverfisfulltrúa. Auk þessa styrkti Vinnslustöð Vestmannaeyja verkefnið.
Tilgangur verkefnisins er að sýna börnunum okkar mikilvægi þess að gróðursetja tré á eyjunni okkar og líka að eyjan verði græn, gróin og falleg.
Vonast er til að þetta verkefni verði árlegt.
Hér má sjá myndir af gróðursetningu hjá 1.-3. Bekk sem fór fram miðvikudaginn 21. september.
