Dagskrá þrettándahátíðar álfa, trölla og jólasveina
7. – 10. janúar 2010
Fimmtudagur
Kl. 21.00 Eyjakvöld á Kaffi Kró – Valdir eyjatónlistarmenn taka lagið
Föstudagur
15.00 – 17.00: Grímuball Eyverja í Höllinni
Jólasveinninn færir öllum börnum nammipoka og þátttökupening. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir líflegustu framkomuna, besta heimahannaða búninginn og besta keypta búninginn.
19.00: Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV
(Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll og m.fl.)
00.00: Þrettándaball – Ballgestir hvattir til að mæta í grímubúningum
Vinir vors og blóma leika fyrir dansi
Útsölur og þrettándatilboð í fjölda verslana
Laugardagur
11.00 til 16.00: Langur laugardagur í verslunum
Sértilboð og tröllaútsölur
12.00 – 22.00: Álfa og tröllaréttir á veitingastöðum bæjarins.
10.00 til 15.00: Tröllagleði í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara , allir íþróttasalir opnir.
Fjölbreyttar þrautir í umsjón íþróttafélaganna.
Andlitsmálun 13.00 – 15.00 og atriði úr Pétri Pan kl. 14.00
Frítt í sund - ýmsar uppákomur á laugarbakkanum
teikningasamkeppni í anddyri, -
Trölla- og álfadagskrá Jólarásarinnar hljómar í húsinu.
Einstök skemmtun fyrir börn og fullorðna.
14.00 – 16.00
Opið hús í Slökkvistöð Vestmannaeyja. Tæki og tól til sýnis m.m.
14.00 – 16.00
Opið hús í Náttúrugripasafninu
Frítt inn
16.00: Svölukot. - Gimsteinar meistaranna - Opnun á sýningu á helstu gimsteinum listaverkasafns Vestmannaeyjabæjar – Lifandi tónlist m.m.
Sýning á málverkum Kjarvals og annarra meistara sem eru í eigu Vestmannaeyjabæjar.
Veitingastaðir - Local food í Eyjum - Opið á veitingastöðum fram eftir nóttu.
Lundinn – Silfur
Vulcano Café – Daddi disco
Café Cornero - opið til 03.00 .
Sunnudagur
11.00: Barna og fjölskylduguðþjónusta í Landakirkju
13.00: Tröllamessa í Stafkirkjunni
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson messar í stafkirkjunni
14.00: Álfar og tröll í Eyjum - Upplestur og sögur í bókasafni Vestmannaeyja.
Ástþór Ágústsson leikari les valdar þjóðsögur - draugasögur
14.00 til 16.00 Opið hús í sögusetrinu 1627 og í Pálsstofu
Jólarásin verður með útsendingar alla helgina