Laugardaginn 10. janúar
Kl. 12 – 15 | Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara, allir íþróttasalir opnir. Fjölbreyttar þrautir í umsjón Írisar Sæmundsdóttur og íþróttafélaganna. Leikfélag Vestmannaeyja verður á staðnum.
Kl. 13 – 17 | Langur laugardagur í verslunum
Tröllatilboð og álfaafslættir í fjölda verslana og veitingastöðum bæjarins.
Kl. 13| Einarsstofa
Opnun myndlistarsýningar á verkum Jóhönnu Erlendsdóttur, móður Guðna Hermansen. Sýningin er unnin í samstarfi við barnabörn Jóhönnu sem munu fjalla stuttlega um þessa gleymdu listaperlu Eyjanna.
Kl. 13.30| Bryggjan, Sagnheimar
Úrslit í myndakeppni Sagnheima- Vilborg og hrafninn. Georg víkingur, vinur Vilborgar, kemur í heimsókn. Allir fá að fara í sjómann við alvöru víking.
Kl. 14| Bryggjan, Sagnheimar
Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttur kynnir og les upp úr nýrri sögu sinni, Silfurskrínið.
Kl. 16.15| Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
ÍBV-Grótta í handknattleik kvenna
Kl. 20.30| Höllin
Blítt og létt hópurinn í Höllinni. Húsið opnar kl. 20.30 og skemmtikvöldið hefst kl. 21.30. Miðaverð er 1.000 kr. Opið á Háaloftinu á eftir.
Sunnudaginn 11. janúar
Kl. 14 | Þrettándagleðimessa í Stafkirkjunni. Séra Kristján Björnsson.
Eldheimar opnir alla helgina frá 13-17, hefðbundinn opnunartími í Sagn -og Sæheimum.
Bregðist veðrið á föstudeginum færist gangan yfir á laugardag.