Sumardagurinn fyrsti 25. apríl
Einarsstofa kl 11:00
Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög
Stóra upplestrarkeppnin, þau Gabríel Ari Davíðsson og Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir lesa ljóð.
Í Einarsstofu er myndlistarsýning nemenda Bjarteyjar Gylfadóttur í myndlistarvali 8.-10. bekkjar Grunnskólans og eru gestir hvattir til að skoða þessa skemmtilegu sýningu ungra Eyjalistamanna.
Fjölskylduratleikur í Sagnheimum:
Lundinn er kominn en er sumarið komið ?
Opið kl. 13-16
Allir hjartanlega velkomnir.
Vestmannaeyjabær býður bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima í tilefni sumardagsins fyrsta. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum 13-16 og í Eldheimum 13-17.
1. maí
Einarsstofa kl 11:00
Tilkynnt um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2019
Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög
Sýning Daníels G. Daníelssonar sagnfræðinema og Myndlistaskólans í Reykjavík : Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld, opin frá kl 10-17.
32 liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu:
ÍBV - Stjarnan mið. 1. 5. 2019 Hásteinsvöllur 16:00
Vestmannaeyjabær óskar bæjarbúum gleðilegs sumars !