Fara í efni
16.06.2006 Fréttir

Dagskrá 17. júní verður með hefðbundnu sniði.

Hér fyrir neðan má lesa um helstu atriði er verða á dagskrá á 17. júní nk. laugardag Dagskráin verður send inn á hvert heimili eins og undanfarin ár. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta. Helstu atriði dagskrarinnar eru eftirfarandi:
Deildu

Hér fyrir neðan má lesa um helstu atriði er verða á dagskrá á 17. júní nk. laugardag Dagskráin verður send inn á hvert heimili eins og undanfarin ár. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta. Helstu atriði dagskrarinnar eru eftirfarandi: Fánar verða dregnir að húni í bænum kl. 09.00.

Dagskráin hefst að Hraunbúðum kl. 10.30 er Sigrún Bjarnadóttir í hlutverki fjallkonunar mun koma og flytja vistmönnum hátíðarljóðið og í framhaldi af því munu þau Páll Viðar og Helga Björk flytja nokkur lög. Seinna um daginn mun svo Lúðrasveit Vestmannaeyja koma og spila fyrir vistmenn.

Skrúðgangan hefst síðan frá íþróttamiðstöðinni við Brimhólalaut kl. 13.30 og verður gengið niður Illugagötu, austur Hásteinsveg, niður Skólaveg, austur Vestmannabraut og upp á Stakkó. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir göngunni. Fánaberar verða frá Skátafélaginu Faxa og munu þau leiða gönguna. Einnig verða börn frá IBV, Rán ungmennafélaginu Óðni, félagar úr Götuleikhúsi Vinnuskólans og Leikfélagi Vestmannaeyja með í göngunni.

Hátíðardagskráin hefst síðan á Stakkagerðistúni kl. 14.00.

Páley Borgþórsdóttir formaður bæjarráðs mun setja hátíðina, þar næst mun bæjarstjórinn Elliði Vignisson flytja hátíðarræðu dagsins. Fjallkonan mun stíga á stokk og flytja ljóð, Lalli og co munu sjá um söng leikskólabarna að þessu sinni, Helga Björk og Páll Viðar flytja nokkur lög, félagar frá leikfélagi Vestmannaeyja munu skemmta, Fimleikafélagið Rán verður með sýningu og Ráðhúshlaupið verður á sínum stað og verðlaunaafhending í kjölfari þess. Kynnir verður Madda mamma.

Seinna um daginn verða tónleikar í sal Tónlistarskólans, en þar mun píanóeinleikarinn Peter Maté flytja okkur vandaða dagskrá. Unglingatónleikar verða á Stakkó og þar munu hljómsveitirnar Tranzlokal, Primera, Analog ofl. spila.

Kvenfélagið Líkn verður með veitingasölu í Akóges. Ungmennafélagið Óðinn og Fimleikafélagið Rán eru með sölubása á Stakkagerðistúni. Opið verður á Byggðasafninu og verður það með leikföng til sýnis. Frítt inn.

Bæjarbúar eru hvattir til að mæta í skrúðgönguna og taka þátt í hátíðarhöldum á lýðveldisdaginn.

Fh. Menningar- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.