Auglýst er eftir starfsmanni í dagdvöl aldraðra. Um er að ræða hlutastarf 50% unnið á dagvinnutíma 12:30-16:30 alla virka daga.
Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem búa í heimahúsum en þurfa að staðaldri eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl er boðið upp á einstaklingsbunda þjónustu byggða á mati á þörfum og byggist á hjálp til sjálfshjálpar. Lagt er upp á mikilvægi þess að virkja einstaklinga í dagdvöl félagslega og í athöfnum daglegs lífs. Markmiðið er að einstaklingum líði vel og fái þá þjónustu sem þau þurfa.
Helstu verkefni og ábyrð
- Dagleg þrif
- Frágangur og þrif eftir matar- og kaffitíma
- Umsjón með þvotti
- Að halda viðverustöðum snyrtilegum
Hæfniskröfur
- Áhugi á að vinna með öldruðum.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hreint sakavottorð
- Samviskusemi, frumkvæði og stundvísi
____________________________________________________________________________
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Geirsdóttir, deildarstjóri dagdvalar í síma 488-2610 / 841-8881 eða ragnheidurg@vestmannaeyjar.is
Umsókn sendist á ragnheidurg@vestmannaeyjar.is eða með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Umsókn skal fylgja ferilskrá og rökstuðningur af hverju viðkomandi sækist eftir starfinu.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga, Stavey eða Drífanda stéttafélags.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.
Umsóknarfrestur er til 20. október 2023.
